Skilmálar

Eftirfarandi eru skilmálar vegna notkunar á Auglýsingagátt og Já takk! ásamt skilmálum vegna auglýsingabirtinga á Já.is.

Notkunarskilmálar Auglýsingagáttar

Óheimilt er að nota upplýsingarnar til endurbirtingar, endursölu eða markaðsetningar nema með leyfi Já. Gögn þessi má ekki afrita í heild eða hluta, svo sem með skjámyndum, prentunum eða á annan sambærilegan hátt án leyfis Já.

Já ber ekki ábyrgð á rangri framsetningu gagna, villum í gögnum eða truflunum í þjónustu sem sækir gögnin. Ennfremur ber Já ekki ábyrgð á tjóni sem hlýst af vanþekkingu, misskilningi eða mistnotkun notenda. Að viðbættum ofangreindum skilmálum gilda um notkun Auglýsingargáttar Já skilmálar Já.is hvað varðar höfundarrétt og notkun. Skilmála Já.is í heild má sjá hér


Auglýsingaskilmálar

Já áskilur sér rétt til að hafna beiðni um leitarorð eða skráningu ef líkur eru á að skráningin samræmist ekki lögum. Skráningar fyrirtækja og allt efni sem birt er frá auglýsendum á Já.is, þar með talið myndefni er þó ávallt á ábyrgð auglýsenda.

Auglýsendur eru sjálfir ábyrgir fyrir þeim leitarorðum/skráningum sem þeir velja og fyrir því tjóni sem leiða kann af því að auglýsingar eða notkun leitarorða/skráning samræmist ekki lögum. Já ber enga ábyrgð á slíku tjóni, hvort heldur beinu eða afleiddu, og tekur ekki afstöðu til þeirra ágreiningsmála sem upp kunna að koma vegna þeirra auglýsinga og leitarorða sem þegar hafa fengið birtingu á Já.is.

Já mun að jafnaði ekki hlutast til um breytingar á auglýsingum eða leitarorðum sem fengið hafa birtingu á Já.is nema að fengnum fyrirmælum frá þar til bærum stjórnvöldum eða á grundvelli dómsúrskurða. Um takmörkun ábyrgðar Já sem milligönguaðila gilda að öðru leyti ákvæði V. kafla laga nr. 30/2002, um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu.

Já takk! skilmálar


1. Almenn ákvæði

1.1. Skilmálar þessir gilda milli Já hf., kt. 430805-0530, Álfheimum 74, 104 Reykjavík (hér eftir „Já“), og söluaðila sem gengur í áskrift að Já takk! Smella og sækja (hér eftir „Söluaðili“). Skilmálarnir teljast hluti af áskriftarpöntun Söluaðila.

1.2. Samhliða áskriftarpöntun hefur Söluaðili gert samning við Valitor hf. um aðgang að greiðslugátt og sölutækifærakerfi.

1.3. „Kaupandi“ er sá sem nýtir sér tilboð Söluaðila (hér eftir „sölutækifæri“) á Já takk! Smella og sækja á www.ja.is.

1.4. Greiðsla til Söluaðila frá Kaupanda fer í gegnum Valitor hf. og er Já óviðkomandi.


2. Eðli þjónustunnar, ábyrgð, o.fl.

2.1. Já takk! Smella og sækja er vettvangur á www.ja.is fyrir Söluaðila til að kynna og selja inneignarbréf á vörur sínar eða þjónustu til Kaupanda.

2.2. Söluaðili býr til sölutækifæri með því að skrá þau í þar til gert vefkerfi Valitor hf. Í framhaldinu birtist sölutækifærið á www.ja.is þar sem Kaupandi getur gengist við sölutækifæri Söluaðila.

2.3. Já er heimilt upp á sitt eindæmi, og án lagalegrar ábyrgðar gagnvart Söluaðila, að gera breytingar á skráningu, þ.m.t. að fella hana brott, ef skráningin samkvæmt mati Já eftir efni og framsetningu getur talist til þess fallin að skaða blygðunarsemi, e.þ.u.l.

2.4. Söluaðila er heimilt að fela Já að annast skráningu fyrir sína hönd samkvæmt sérstöku umboði þar að lútandi. Í slíkum tilvikum, sem öðrum, ræður Söluaðili að öllu leyti hvaða upplýsingar eru birtar og með hvaða hætti þær eru framsettar.

2.5. Söluaðila er eingöngu heimilt að nýta Já takk! Smella og sækja til sölu á eigin vörum og þjónustu og er hvers konar milliganga fyrir hönd þriðja aðila, svo sem í formi umboðsmennsku eða umsýsluviðskipta, með öllu óheimil.

2.6. Heimild til nýtingar inneignarbréfs fer að öllu leyti eftir samningssambandi því sem kemst á milli Söluaðila og Kaupanda, þ.m.t. á grundvelli þeirra upplýsinga og skilmála sem fram koma í sölutækifæri Söluaðila og Kaupandi gengst að, og er Já að öllu leyti óviðkomandi. Upplýsingar um vöru eða þjónustu, skilmála, o.fl., sem fram koma á www.ja.is eru því settar fram af Söluaðila og eru að öllu leyti á ábyrgð Söluaðila gagnvart Kaupanda.

2.7. Söluaðili ber jafnframt alla ábyrgð á samningsefndum gagnvart Kaupanda, þar með talið gæðum vörunnar eða þjónustunnar. Já er aldrei samábyrgt Söluaðila vegna viðskipta Kaupanda og Söluaðila heldur aðeins milliliður, sbr. einnig 4. mgr. 1. gr. laga nr. 48/2003 um neytendakaup. Söluaðili ber eins einn alla ábyrgð á að hann uppfylli hvers konar aðrar lagalegar skyldur, þ.m.t. samkvæmt lögum nr. 16/2016 um neytendasamninga. Framangreint gildir óháð því hvort Söluaðili styðjist við staðlaða skilmála sem Já hefur útbúið. Söluaðili skal gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að hann fullnægi þeim lagalegu skyldum sem á honum hvíla.

2.8. Allt framangreint gildir líka ef Söluaðili felur Já sérstakt umboð til skráningar í samræmi við gr. 2.4. að framan.

2.9. Komi til þess, þrátt fyrir framangreint, að Já verði talið greiðsluskylt, svo sem í formi skaðabóta, gagnvart Kaupanda eða öðrum, og þá greiðsluskyldu má að réttu lagi rekja til Söluaðila, skal Söluaðili halda Já skaðlausu af hvers konar útgjöldum sem Já verður fyrir.


3. Áskriftarleiðir

3.1. Söluaðili getur valið um þriggja eða tólf mánaða áskrift að Já takk! Smella og sækja.

3.2. Samningur til þriggja mánaða er óuppsegjanlegur á tímabilinu. Hann endurnýjast sjálfkrafa til þriggja mánaða í senn hafi aðilar ekki sagt honum upp með minnst tveggja vikna fyrirvara fyrir lok áskriftartímabilsins.

3.3. Samningur til tólf mánaða er óuppsegjanlegur á tímabilinu. Hann endurnýjast sjálfkrafa til tólf mánaða í senn hafi aðilar ekki sagt honum upp með minnst mánaðar fyrirvara fyrir lok áskriftartímabilsins.


4. Vanefndir og vanefndaúrræði

4.1. Um vanefndir og vanefndaúrræði gilda almennar reglur íslensks réttar, en skaðabótaábyrgð aðila skal þó ætíð bundin við beint tjón. Framangreint gengur þó ekki framar skaðleysisákvæði gr. 2.9.


5. Meðferð persónuupplýsinga

5.1. Öll hugsanleg meðferð og vinnsla persónuupplýsinga hjá Já er háð lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, með síðari breytingum.