Google Analytics
Er vefgreiningartól frá Google sem mælir og birtir tölfræði um notkun veflausna og snjallsímaforrita (e: apps). Í framsetningu gagna á Auglýsingagátt er notast við þessar tölur eins og þær koma frá Google á hverjum tíma.
Notendur
Breytan sýnir heildarfjölda allra notenda innan skilgreinds tímabils samkvæmt Google Analytics. Ef sami notandi heimsækir vefinn/appið oftar en einu sinni innan skilgreinds tímabils þá teljast allar heimsóknirnar inni í þessari breytu.
Leitarfyrirspurnir
Fjöldi leitarfyrirspurna á Já.is samkvæmt Google Analytics. Tekin er samtala einstakra leitarfyrirspurna yfir valið tímabil. Tvær eða fleiri leitarfurirspurnir í einni heimsókn eru ekki taldar með. Hægt er að sjá fjölda leitarfyrirspurna í viku eða á mánuði.Einstakir notendur
Breytan sýnir fjölda notenda innan skilgreinds tímabils þar sem hver notandi er talinn einu sinni. Ef sami notandi heimsækir vefsíðuna/appið oftar en einu sinni innan skilgreinds tímabilsins þá telst hann einu sinni í þessari breytu.
Notendur samtals
Samtala notenda miðað við hvert súlurit
Einstök leitarfyrirspurn
Leitarfyrirspurn er stök leit sem framkvæmd er á vef eða í appi.
Lengd innlita
Innlit eru mæld í sekúndum og greind niður á tæki. Reiknuð er út meðal lengd innlita með því að leggja saman heildar tíma allra heimsókna og deila í með fjölda heimsókna.
Auglýsingapakkar
Já býður viðskiptavinum sínum nokkrar mismunandi gerðir auglýsingapakka sem hjálpa fyrirtækjum við að vekja athygli notenda í leitarniðurstöðum. Hægt er að nálgast upplýsingar um Auglýsingapakka Já hér