Ráðstefna um vefverslun

Ráðstefna um vefverslun

Já og Valitor stóðu fyrir Sko, ráðstefnu um vefverslun, þann 24. mars síðastliðinn í Hörpu. Tilgangur ráðstefnunnar var að ræða stöðu vefverslunar á Íslandi og voru af því tilefni kynntar niðurstöður nýrrar rannsóknar Gallup á kauphegðun og vefverslun Íslendinga.

Um 400 manns mættu á ráðstefnuna. Hér fyrir neðan er hægt að nálgast myndir og myndband frá deginum ásamt innslagi um hvernig Húrra Reykjavík nýtir samfélagsmiðla og netið í sínu markaðsstarfi.

Njótið!

Svipmyndir frá Sko 2017

Fyrirlesarar

Samfélagsmiðlar og vefverslun,  Húrra Reykjavík
Tjarnargatan útbjó fyrir okkur myndband um hvernig fyrirtæki nýta sér samfélagsmiðla og netið í sínu markaðsstarfi.
Vitaly Friedman,  Smashing Magazine
Vefverslun er nútíminn, en það eru mörg hundruð hlutir sem geta farið úrskeiðis frá því að viðskiptavinur ákveður að velja vöru þar til hún er afhent. Hvað er best að gera og hvað ber að varast?
Heiður Hrund Jónsdóttir,  Gallup
Hvernig er kauphegðun Íslendinga á netinu? Niðurstöður nýrrar könnunar Gallup á vefverslun Íslendinga kynntar.
Petra Dís Magnúsdóttir,  IKEA
Petra Dís fjallar um þróun vefverslunar IKEA og hvernig við stöndum í samanburði við nágrannalöndin.
Einar Ben,  Tjarnargatan
Einar fjallar um aukið vægi óhefðbundinnar framleiðslu, notkun samfélagsmiðla og þátt áhrifavalda til að kynna og selja vörur á netinu.
Kristján Harðarson,  Valitor
Kristján fjallar um greiðslulausnir í vefviðskiptum.
Sigríður Margrét Oddsdóttir,  Já
Sigríður fjallar um Já takk! sem er ný viðskiptalausn frá Já og þróun Já úr símaskrá yfir í netfyrirtæki.