Notkunarskilmálar Já takk!


1. Almenn ákvæði

1.1. Skilmálar þessir gilda um notkun kaupenda á Já takk! Smella og sækja á vefnum www.ja.is, sem er rekinn af Já hf., kt. 430805-0530, Álfheimum 74, 104 Reykjavík (hér eftir „Já“). Með samþykki sínu („haki“) staðfestir notandi að hann hafi lesið skilmálana, kynnt sér efni þeirra til hlítar og samþykki þá í einu og öllu.

1.2. „Söluaðili“ er fyrirtæki sem býður skilgreinda vöru eða þjónustu til sölu í gegnum Já takk! Smella og sækja á www.ja.is.

1.3. „Kaupandi“ er sá sem nýtir sér tilboð Söluaðila á Já takk! Smella og sækja á www.ja.is.

1.4. Greiðsla til Söluaðila frá Kaupanda fer í gegnum Valitor hf. og er Já óviðkomandi.


2. Eðli þjónustunnar, ábyrgð, o.fl.

2.1. Já takk! Smella og sækja er vettvangur á www.ja.is fyrir Söluaðila til að kynna og selja inneignarbréf á vörur sínar eða þjónustu til Kaupanda.

2.2. Söluaðili býr til tilboð með því að skrá þau í þar til gert vefkerfi Valitor hf. Í framhaldinu birtist tilboðið á www.ja.is þar sem Kaupandi getur gengist við tilboði Söluaðila. Upplýsingar og framsetning tilboða stafa að öllu leyti frá Söluaðila.

2.3. Heimild til nýtingar inneignarbréfs fer að öllu leyti eftir samningssambandi því sem kemst á milli Söluaðila og Kaupanda, þ.m.t. á grundvelli þeirra upplýsinga og skilmála sem fram koma í tilboði Söluaðila og Kaupandi gengst að, og er Já að öllu leyti óviðkomandi. Upplýsingar um vöru eða þjónustu, skilmála, o.fl., sem fram koma á www.ja.is eru því settar fram af Söluaðila og eru að öllu leyti á ábyrgð Söluaðila gagnvart Kaupanda, þ.m.t. að hann uppfylli kröfur laga nr. 16/2016 um neytendasamninga.

2.4. Söluaðili ber jafnframt alla ábyrgð á samningsefndum gagnvart Kaupanda, þar með talið gæðum vörunnar eða þjónustunnar. Já er aldrei samábyrgt Söluaðila vegna viðskipta Kaupanda og Söluaðila heldur aðeins milliliður, sbr. einnig 4. mgr. 1. gr. laga nr. 48/2003 um neytendakaup.

2.5. Einu skyldur Já gagnvart Kaupanda eru að miðla inneignarbréfi til Kaupanda í samræmi við grein 3. Ef þörf er á að endursenda inneignarbréf, er það í höndum Söluaðila.


3. Tilhögun kaupa og greiðslu

3.1. Óski Kaupandi eftir því að nýta sér Já takk! Smella og sækja fyllir Kaupandi út umbeðnar upplýsingar og flyst síðan á örugga greiðslusíðu Valitor hf. þar sem Kaupandi getur fyllt út nauðsynlegar greiðsluupplýsingar vegna greiðslu til Söluaðila, og greitt fyrir inneignarbréf. Kaupanda er í kjölfarið sent inneignarbréf í tölvupósti frá Já.


4. Meðferð persónuupplýsinga

4.1. Hjá Já fer fram söfnun og vinnsla á persónuupplýsingum í tengslum við afhendingu inneignabréfa. Þær upplýsingar sem óskað er eftir við skráningu í þjónustu Já Takk! eru nauðsynlegar til að uppfylla þjónustu við kaupanda og er vinnslan því heimil á grundvelli persónuverndarlaga.

4.2. Já er ábyrgðaraðili þegar kemur að vinnslu persónuupplýsinganna.

4.3. Persónuupplýsingarnar eru aðeins vistaðar persónugreinanlegar í gagnagrunni Já svo lengi sem Kaupandi er í viðskiptum við fyrirtækið en eytt eigi síðar en 90 dögum eftir að viðskipti hafa átt sér stað

4.4. Vinnslu- og stoðþjónustuaðilar varðandi gjaldskyldu, hýsingu gagna og greiðsluþjónustu fá aðgang að nauðsynlegum upplýsingum skv. vinnslusamningum.

4.5. Öryggi gagnanna er tryggt til hins ítrasta. Auk almennra öryggisráðstafana sbr. öryggisstefnu fyrirtækisins er gagnagrunnurinn sem hýsir persónuupplýsingarnar læstur. Gagnagrunnurinn er einnig aðgangsstýrður og læstur á IP tölur.

4.6. Lög um persónuvernd tryggja rétt þinn til aðgangs, leiðréttingar, eyðingar eða takmörkunar vinnslu persónuupplýsinga er varða þig, rétt þinn til andmæla og til flutnings á eigin gögnum með fyrirvörum skv. lögum. Þau tryggja einnig rétt þinn til að leggja fram kvörtun til Persónuverndar teljir þú á einhvern hátt brotið á rétti þínum við vinnslu persónuupplýsinga. Já hefur á að skipa óháðum persónuverndarfulltrúa með sérþekkingu á lögum og lagaframkvæmd á sviði persónuverndar til að tryggja faglega vernd persónuupplýsinga. Nánari upplýsingar má sjá í persónuverndarstefnu Já, en spurningum og ábendingum má koma á framfæri hér: ja@ja.is