Skilmálar

Eftirfarandi eru skilmálar vegna notkunar á Auglýsingagátt ásamt skilmálum vegna auglýsingabirtinga á Já.is.

Notkunarskilmálar Auglýsingagáttar

Óheimilt er að nota upplýsingarnar til endurbirtingar, endursölu eða markaðsetningar nema með leyfi Já. Gögn þessi má ekki afrita í heild eða hluta, svo sem með skjámyndum, prentunum eða á annan sambærilegan hátt án leyfis Já.

Já ber ekki ábyrgð á rangri framsetningu gagna, villum í gögnum eða truflunum í þjónustu sem sækir gögnin. Ennfremur ber Já ekki ábyrgð á tjóni sem hlýst af vanþekkingu, misskilningi eða mistnotkun notenda. Að viðbættum ofangreindum skilmálum gilda um notkun Auglýsingargáttar Já skilmálar Já.is hvað varðar höfundarrétt og notkun. Skilmála Já.is í heild má sjá hér


Auglýsingaskilmálar


1. gr.

Almenn ákvæði

Skilmálar þessir taka til kaupa þjónustukaupanda (hér eftir „þjónustukaupandi“) á auglýsingum og auglýsingapökkum á miðlum Já hf., kt. 430805-0530, Lynghálsi 4, 110 Reykjavík (hér eftir „Já“). Með samþykki sínu („haki“) staðfestir þjónustukaupandi að hann hafi lesið skilmálana, kynnt sér efni þeirra til hlítar og samþykki þá í einu og öllu.

Að öðru leyti en kveðið er á um í skilmálum þessum gilda almennir skilmálar Já hverju sinni um notkun á miðlum Já og sem aðgengilegir eru á heimasíðunni já.is og í já.is appinu.


2. gr.

Þjónustan

Þjónustukaupandi hefur val um fjóra mismunandi auglýsingapakka á miðlum Já og svokallaðan auglýsingaborða, en auglýsingarnar birtast með mismunandi hætti á miðlum Já, þ.e. á forsíðunni, á niðurstöðusíðu og á forsíðu í já.is appinu, allt eftir því hvaða þjónustuleið er valin hverju sinni. Nánari upplýsingar um einstakar þjónustuleiðir er að finna á https://auglysingar.ja.is/auglysingar.


3. gr.

Gildistími

Sé ekki kveðið sérstaklega á um annað í samningi milli aðila skal samningur um þjónustu gilda í 12 mánuði og vera óuppsegjanlegur á þeim tíma.

Að þeim tíma liðnum skal samningur framlengjast um 12 mánuði í senn, hafi aðili ekki sagt honum upp með minnst mánaðar fyrirvara fyrir lok áskriftartímabilsins. Uppsögn skal vera skrifleg og afhent með sannanlegum hætti.


4. gr.

Kostnaður

Þjónustukaupandi skuldbindur sig til þess að greiða fyrir þjónustuna í samræmi við verðskrá Já hverju sinni og miðað við þá þjónustuleið sem er valin. Verðskráin er birt á vefsíðunni já.is og er að jafnaði endurskoðuð árlega.

Reikningstímabil fyrir þjónustuna er 12 mánuðir, og skal greidd í einu lagi nema um annað sé samið. Eindagi skal vera 30 dögum eftir útgáfudag reiknings. Sé reikningur greiddur eftir eindaga greiðir þjónustukaupandi dráttarvexti frá gjalddaga til greiðsludags skv. III. kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, með síðari breytingum.

Já áskilur sér rétt til að synja viðskiptavini um þjónustu, sem og fjarlægja markaðsefni þjónustukaupanda á miðlum Já, komi til þess að reikningur hafi ekki verið greiddur þegar liðnir eru 30 dagar frá gjalddaga reiknings eða ef þjónustukaupandi brýtur gegn skilmálum þessum að öðru leyti.


5. gr.

Heimildir og skyldur þjónustukaupanda

Þjónustukaupandi skal senda inn efni til Já, en nánari upplýsingar um skil á markaðsefni er að finna á vefsíðunni https://auglysingar.ja.is/auglysingar/#skil-a-markadsefni.

Skráningar fyrirtækja, leitarorð og hvers kyns viðskiptaboð og tengt efni eru alfarið á ábyrgð þjónustukaupanda. Þjónustukaupandi ábyrgist að þessir þættir séu að öllu leyti í samræmi við það sem lög og reglur bjóða, þ.m.t. löggjöf á sviði hugverkaréttinda, neytendaréttar og viðskiptahátta og markaðssetningar.

Já áskilur sér rétt til að hafna beiðni um leitarorð eða skráningu ef líkur eru á að skráningin samræmist ekki lögum. Skráningar fyrirtækja og allt efni sem birt er frá auglýsendum á Já.is, þar með talið myndefni er þó ávallt á ábyrgð auglýsenda.

Já mun að jafnaði ekki hlutast til um breytingar á auglýsingum eða leitarorðum sem fengið hafa birtingu á Já.is nema að fengnum fyrirmælum frá þar til bærum stjórnvöldum eða á grundvelli dómsúrskurða. Um takmörkun ábyrgðar Já sem milligönguaðila gilda að öðru leyti ákvæði V. kafla laga nr. 30/2002, um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu.

Já er heimilt upp á sitt eindæmi, og án nokkurrar greiðsluskyldu gagnvart þjónustukaupanda, að grípa til hvers lags úrræða vegna athafna eða athafnaleysis þjónustukaupanda í tengslum við efni og birtingu þess á miðlum Já, enda hafi Já rökstudda ástæðu til að ætla að starfshættir þjónustukaupanda, þ.m.t. auglýsinga- og markaðsefni, kunni að vera ósamrýmanlegir lögum eða almennu siðferði.


6. gr.

Vanefndaúrræði. Ábyrgðartakmarkanir og skaðleysi.

Um vanefndir og vanefndaúrræði fer eftir almennum reglum kröfuréttar, sbr. þó 2. og 3. mgr., sbr. einnig fyrri ákvæði skilmála þessa.

Já skal undanþegið skaðabótaábyrgð, bæði innan og utan samninga, vegna hvers lags mögulegs tjóns þjónustukaupanda sem hann kann að verða fyrir á grundvelli þessa samnings, nema tjón megi að sönnu rekja til ásetnings eða stórkostlegs gáleysis starfsmanna Já og að uppfylltum öðrum skilyrðum skaðabótaábyrgðar og skal bótaábyrgð þá ætíð takmörkuð við beint tjón.

Þjónustukaupandi ábyrgist að tryggja skaðleysi Já vegna hvers lags tjóns, beinu og óbeinu, sem Já kann að verða fyrir vegna saknæmra og/eða ólögmætra athafna og athafnaleysis þjónustukaupanda á grundvelli samnings þessa.


7. gr.

Trúnaður

Aðilar skuldbinda sig meðal annars til að gæta fyllsta trúnaðar um hvers konar gögn og upplýsingar sem mótteknar eru frá gagnaðila, þ.m.t. upplýsingum um stjórnunarlegar, fjárhagslegar eða tæknilegar aðstæður gagnaðila, og aðrar aðstæður varðandi rekstur, viðskipti eða atriði sem ætla má að teljist til trúnaðarupplýsinga eftir efni og eðli sínu.

Trúnaðarskyldan gildir áfram eftir að notkun á þjónustunni lýkur.


8. gr.

Lausn ágreiningsmála

Komi upp ágreiningsefni í tengslum við túlkun skilmála þessara eða samninga sem gerðir eru á grundvelli þeirra, sem ekki tekst að leysa úr, skulu þau rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.